Síun
Personal menu

Jafnréttismál

Mata hefur hlotið jafnlaunavottun sem hefur að meginmarkmiði að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns.
 
 

Jafnlaunastefna fyrir Mata

 

Mata greiðir starfsmönnum sínum jöfn laun óháð kyni samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og tryggir að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf samkvæmt Jafnlaunastaðli IST 85:2012.

Mannauðsstjóri Langasjávar ber ábyrgð á jafnlaunastefnu Mata. Framkvæmdastjóri sér um launaákvarðanir í samstarfi við mannauðsstjóra Langasjávar og að samræmi sé gætt þar við allar ákvarðanatökur.

Mannauðsstjóri yfirfer laun starfsmanna einu sinni á ári með framkvæmdastjóra. Yfirferðin hefur það markmið að tryggja að Mata fylgi eftir jafnlaunastefnu og að samræmi sé gætt í öllum launagreiðslum.

Allar launaákvarðanir eru byggðar á og í samræmi við kjarasamninga og starfslýsingar sem eiga við hvert starf. Starfslýsing skal sýna fram á þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs. Mismunandi kröfur starfanna fela í sér eftirfarandi þætti, menntun, starfsreynslu, ábyrgð, frumkvæði og vinnuaðstæður en allir þessir þættir hafa áhrif á ákvörðun launa.

Mata vill tryggja að starfsmenn fyrirtækisins hafi jöfn tækifæri óháð kyni og að ekki sé til staðar kynbundinn launamunur. Til þess að tryggja að þessum markmiðum sé náð mun félagið framfylgja eftirfarandi atriðum:

Innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi byggðu á Jafnlaunastaðli IST 85:2012.

Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.

Framkvæma árlega launagreiningu, þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um að ekki sé kynbundinn launamunur til staðar.

Greina niðurstöður með stjórnendum og kynna þær fyrir starfsmönnum.

Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.

Gera innri úttekt og stjórnendur rýni stefnuna árlega.

Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu fyrirtækjanna.