Mata hf. er leiðandi fyrirtæki í sölu og dreifingu ávaxta og grænmetis til verslana, veitingastaða og mötuneyta á Íslandi. Fyrirtækið byggir á áratuga reynslu af innflutningi og dreifingu á ávöxtum og grænmeti, bæði innlendu og innfluttu.

Sérstaklega þjónustulipurt starfsfólk er reiðubúið að selja þér ávexti og grænmeti og við leggjum metnað okkar í að vörur okkar séu ferskar og hollar.

Mata hf. er dótturfyrirtæki Langasjávar ehf. en systurfélög Mata hf. eru: Matfugl ehf., sem er einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða á Íslandi, Síld og Fiskur ehf. sem er einn þekktasti framleiðandi á kjötáleggi og svínakjöti undir merkjum Ali og Salathúsið ehf. sem framleiðir brauðsalöt og matarsalöt undir merkjum Stjörnusalats, Eðalsalats og Úrvalssalats.